Jæja.....

Það gekk líka svona hrikalega vel að blogga frá Benidorm.. Ástæðan fyrir bloggleysi var ekki sú að ég var fullur allan tíma þó svo að áfengi hafi verið við hönd bróðurpartinn af tímanum, en við fundum hvergi hotspot þannig að ekki var hægt að upload'a myndum eða blogga, en það var tekið nóg af myndum í þessari ferð þó svo að nokkrar þeirra séu ekki við hæfi á netinu Grin en jú við lentum í hádeginu og ég held að ég hafi verið kominn heim um kl 13:30 þó svo að tímaskynið hjá manni sé alveg útúr kortinu því að við þurftum að vera komnir út af hótelinu kl 5:45 á spánskum tíma sem að var svo sem ekki erfitt ef að það hefði ekki verið fyrir þessa rosalegu dramatík sem að var í Moskvu borg í gær kveldi, taugarnar hafa aldrei verið jafnþandar og spennan gífurleg en úrslitin ánægjuleg!!!!

Með myndirnar þá þarf ég bara að læra aðeins á símann uppá að geta tekið þær útaf símanum og sett þær inná tölvuna og velja og hafna... jæja er ekkert búinn að sofa í rúman sólarhring þannig að ég er að pæla í að fara að hvíla mig... ferðasagan kemur líklega á morgun Cool 


Fyrsta færslan..... Svona thannig séd

Ég og Biggi sitjum inná Panorama Bar nybúnir ad fá okkur í glas og helvíti hressir...
Thad er ennthá gódur klukkari thangad til ad vid förum um bord og Biggi er ad deyja hann er svo stressadur!!!!!
Tók eina mynd af Biggz ádan og setti hana á flickr.com veit ekki hvort ad hún hafi komid inn ef ekki thá reyni ég ad redda thví thegar vid lendum!!!!!! Stud kvedjur Svenni og Biggi :-)

USSSSS.....

Er búinn að standa í stappi við þennan blessaða síma minn í kveld en ég er að reyna að koma myndum af honum hingað inná bloggið og það virðist ekki ganga almennilega þannig að ég náði í iFlickr í símanum og get því uploadað myndum þangað inn og skal ég ykkur segja að tengillinn fyrir þá síðu er hérna vinstra meginn á síðunni og við skulum bara skoða hvort að það virki þegar að komið verður á Spán Undecided það er nú þegar ein mynd þarna inni sem að var tekinn á miðvikudaginn í síðustu viku en þetta er Einar í Dúndurfréttum í brjáluðu gítarsólói...  En semsagt þegar að komið verður út á laugardaginn þá munu stafirnir Þ og Ð ekki birtast mikið..  TH og D eins og á sms-inu mun blíva í 12 daga!!!!! Þangað til næst.....

Update... Ég prufaði að uploada annarri mynd á flickr tengilinn hér við hliðina á og ÞETTA VIRKAR!!!!!!! 


Hvað er að gerast með Eið???

Er nú búinn að vera að horfa á leikinn frá byrjun og Eiður var ekkert að standa sig illa ekkert frekar en ALLT Barcelona liðið... En að vera tekinn útaf eftir 23 mín er rosaleg niðurlæging fyrir landsliðsfyrirliðann og þá sérstaklega þegar að einhver gutti er settur inná í staðinn sem að er varla búinn að sleppa pelanum!!!!!!!! Eiður HLÝTUR að koma sér í burtu frá þessu fallandi liði!!!! Eið aftur til Englands!!!!!!
mbl.is Eiður Smári útaf vegna meiðsla eftir 23 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóru orðin...

Sorglegt að sjá fullorðin mann haga sér eins og leikskólastrák í orðum,muna að eiga fyrir stóru orðunum áður en lengra er haldið..... Þetta skrifaði maður að nafni Beggi 11.3.2008 kl. 23:06

Og margir skrifuðu misgáfulegar athugasemdir þegar að ég skrifaði á bloggið undir fyrirsögninni að sjálfsögðu vilja allir mæta Liverpool.. Beggi ef að leikurinn í dag var ekki nóg fyrir þig þá eigum virðist vera sem að Man Utd eigi ennþá nóg inni!

Sagði það fyrir leikinn að mínir menn myndu vinna 4 -0 og það stóðst þó svo að leikurinn hefði getað farið 6 til 7-0. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Liverpool mönnum gengur á móti Everton á morgun þar sem að ég held að flestir þeirra sem að skrifuðu þessi misgáfulegu athugasemdir séu Liverpool stuðningsmenn... En ég minni alla þá Man Utd menn á að leiktíðin er ekki búin og nóg eftir þannig séð erum í bullandi séns í að taka tvo titla í ár en fyrsta hindrunin er Roma sem að verður spilaðu 1. Apríl og menn mega alls ekki ofmetnast því að Roma liðið er mun betra en það var í fyrra svo mikið er víst!

Er einmitt núna að glápa á mörkin úr leiknum og það er bara eitt hægt að segja með Ronaldo þann töframann að hann er BESTI knattspyrnumaður heims eins og staðan er í dag það er ekki hægt að neita því sama með hvaða liði þú heldur!!!

Horfði nú einnig á Bolton VS Arsenal fyrr í dag þar sem að Arsenal liðið sýndi rosalegan karakter og vinnur Bolton sem að komst í 2-0 og leiddi í hálfleik en já karakter sigur hjá Arsenal mönnum en ég held að því miður fyrir Arsenal þá hafi þeir misst af Englandsmeistaratitlinum þetta árið og margir Arsenal stuðningsmenn sammála mér í því.

Kem með eitthvað um leikina á morgun ef að ég næ að horfa á þá!!!! þangað til næst lifið heil!!!!


mbl.is Manchester United vann öruggan sigur á Aston Villa, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðréttum allan misskilning...

Ja hérna hér.. Maður má ekki segja sína skoðun á því hvernig maður sá leikinn Inter VS Liverpool og þá er maður barnalegur, sorglegur, lágkúrulegur og ég veit ekki hvað?? Bara svo að við höfum allt á hreinu þá finnst mér Fernando Torres án efa besti sóknarmaður í heimi eins og staðan er í dag, ég meina hann gerði mark úr ENGU í þessum leik!

Varðandi skrif mín um Gerrard þá svona verð ég eiginlega að standa við sumt af því sem að ég skrifaði og þá aðalega um skotin hans mér finnst það vera svona happ og glapp hvort að hann hitti nálægt rammanum eða ekki... En þegar að hann hittir þá líka smellhittir hann boltann og mörkin verða oftar en ekki GULLFALLEG! Og svona til að tjá mig aðeins meira um Gerrard þá er hann maðurinn sem ég vill að verði fyrirliði Englands í komandi keppnum, Gerrard er þessi heilsteypti gaur sem að lætur ekki nappa sig á einhverjum klúbb, pissfullur og mígandi á sig eins og smábarn líkt og núverandi fyrirliði Englands John nokkur Terry gerði nú ekki fyrir svo löngu síðan og það fyrir eða rétt eftir stóran leik fyrir landsliðið...

Margir myndu nú halda að ég væri að skrifa þetta til að friða einhverja en þar hefuru rangt fyrir þér því að ef að þeir sem að kommentuðu á færlsuna hefðu skilið þessa ótrúlegu kaldhæðni sem að var í skrifunum þá hefði þetta kannski aldrei farið svona fyrir brjóstið á þessum ótrúlegu Liverpool stuðningmönnum (sko skrifaði þetta í einu orði eins og einhver benti mér á) ég til dæmis svaraði einum sem að sagði að honum fyndist þetta fyndið með því að segja að mér hefði líka fundist þetta fyndið þegar að ég var að skrifa þetta. Svo koma svona menn eins og Arró sem að mér finnst vera ljótur blettur á Liverpool fans en það eru líka til margir Poolara sem að hægt er að tala við almennilega!

Þegar að þetta er skrifað er ég búinn að melta öll þessi komment og kosið að kynda aðeins aftur í Liverpool mönnum þegar að mér dettur það í hug og endilega kommentið því að ég mun alltaf svara ykkur með fullum hálsi eins og ég gerði! Hættið að vera svona rosalega hörundssárir og takið lífinu rólega það er ekki eins og þið hafið fæðst, alist upp og búið á Anfield því að við erum bara einhverjir kallar sem að búum á eyju í Atlantshafi sem að fylgjumst með boltanum! 


Að sjálfsögðu vilja ALLIR mæti Liverpool...

Svoldið hátt uppi typpið á Gerrard í kveld.. Framan af leik þá sást ekki til Torres nema þegar að varnarmenn Inter voru að taka af honum boltann. Svo verða einhver smá mistök í vörn Inter og hann snýr sér og setur enn eitt markið þó svo að
markmaðurinn hefði nú átt að verja skotið, Gerrard átti sjálfur eitt skot í fyrri hálfleik sem að lenti líklega í einhverjum stuðningsmanni, fynnst alltaf jafn fyndið þegar að menn eru að tala um hvað Gerrard sé góður... Þegar að hann tekur skot á mark þá er það svona happ og glapp hvort að það hitti á markið og oftar en ekki hittir hann ekki á markið! En sem Manchester United stuðnings maður þá myndi alveg glaður vilja sá Man Utd VS Liverpool í 8 liða úrslitum bara svona til að eiga auðvelda leiki...

Gæti þess vegna hugsað mér að sjá mína menn mæta Arsenal líka því að þá setjum við bara Darren Fletcher inná og þá eru þeir leikir unnir, en bara svona til að svara HR. Gerrard þá held ég að öllum liðum langi til að mæta Liverpool EF að dómarinn lætur það vera að hjálpa þessum lánlausu mönnum í gengum Meistaradeildina. En svo er náttúrulega skammarlegt að þetta lið sé ennþá með miðað við stöðu í deildinni... spái þeim 5-6 sæti bara svo að þeir komist ekki í Meistaradeildina að ári liðnu!

Svo til að hafa það alveg á hreinu þá verður það Manchester United sem að vinna bæði
Ensku deildina og Meistaradeildina í ár!


mbl.is Steven Gerrard: Held að enginn vilji mæta okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei fór ég vestur....

Þetta er nú án efa ein sú flottasta rokkhátíð sem haldin er hér á klakanum þó svo að Megas og XXX Rottweilerhundar séu ekki beint ROKK... ég væri meira en til í að kíkja þangað en það er bara svo helvíti leiðinlegt að sitja í 7-8 tíma í bíl til að keyra þangað og ekki flýg ég þangað því að ég veit hvar flugvöllurinn er staðsettur og hef horft á flugvél koma þar inn til lendingar og það þyrfti að svæfa mig ef að ég ætti að fara í flug þangað!!! En eins og ég sagði frábær hátíð og óska ég öllum þeim sem að leggja leið sína þangað góðrar skemmtunnar
mbl.is Margir fara aldrei suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjáluð stemmning........

Á föstudaginn síðasta þá fór ég í 10 ára ammæli Ara og Óla á Café Amsterdam og skemmti mér konunglega... kvöldið byrjaði rólega en hraðinn jókst með hverri mínútunni, en svo kom að því að ég gerði það sem að ég geri best (að mínu mati), ég fór bak við barinn að vinna til um 1 þar var drukkið og drukkið sem að er svosem alltí lagi en svo kom að því að ég sá einn mann sem ég átti alls ekki von á að sjá þarna inni.. Hver var það? Jú enginn annar en Halli H. drengur sá er ALGER snillingur og með þeim skemmtilegri sem að ég þekki en jú eftir að skyldu minni lauk á barnum þá var farið og haldið áfram að sturta í sig ásamt Bigga frænda Halla og Orra en um 2 leytið þá birtist bandið á sviðinu bandið var Ingvar Valgeirs (Ingvar það var gaman þetta kvöld) Pétur Jesús, Bergur og Egill trommari...Ballið stóð til að verða 6 að mig minnir en ég á svo Yndislega systir að hún kom og sótti mig og skutlaði mér heim þegar að mér fannst tími kominn...

 Ég tók nokkrar myndir af kvöldinu en þær bestu sem að eru tvær eru hér að neðan.... En laugardagurinn var líka FRÁBÆR hann byrjaði á því að Liverpool tapaði 1-2 fyrir Barnsley.. sem að er eikkað 1.deildar B-lið og svo tók við stórleikur helgarinnar... Man Utd VS Arsenal og þar fóru mínir menn með 4-0 sigur og tóku þessa krakkaorma í Arsenal í kennslustund. Er mjög ánægður með lífið í dag, Liverpool girti reyndar í brók í kvöld þegar að þeir unnu Inter að mínu mati óverðskuldað en ójæja svona er boltinn....Mínir menn annað kveld á móti Lyon og þar treysti ég á sigur minna manna

Hmmm OK

hmmmm                                        


Auglýsingar....

Mikið hefur verið rætt um á blogsíðum mbl.is hvað þessar auglýsingar sem að verið er að troða inn fari mikið í taugarnar á fólki, það sem að fólk vill pínu gleyma þá er gaman að segja frá því að þegar að bloggið ver opnað fyrst þá voru auglýsingar á sömu stöðum og þær eru núna... afhverju er fólk þá að taka eftir þeim núna?? jú eins og herran sem að sér um bloggið sagði í einhverju viðtalinu að þær hefðu verið áður og svo hafi þær dottið út í cirka ár en svo ákváðu þeir að skella þeim aftur inn.. Ég sé persónulega ekkert að því að vera að með eina eða tvær auglýsingar á síðunni hjá mér ég meina þetta skaðar mig ekki og ég verð að segja eins og er að ég tók ekki eftir þessu fyrr en að það var farið að ræða svona mikið um þetta.

Allavega af öðrum málum þá er maður náttlega bara vinnandi myrkranna milli þessa dagana eins og aðra nema hvað að dagarnir eru farnir að líða hrikalega hægt, Biggi frændi hefur nú verið duglegur að láta daginn líða aðeins hraðar en þetta vill oft gerast þegar að manni er farið að hlakka til... Hvers myndi einhver spyrja, jú ég og Biggi erum að fara að skella okkur til Benidorm í góða 12 daga til að slappa af ná okkur í smá "tan" og hitta kannski nokkrar senijoritur. Þessi ferð var ákveðinn á með mjög stuttum fyrirvara og bókuð á enn styttri (sökum þess að það voru bara 4 herbergi eftir á hótelinu) en núna þegar að 4 mánuðir eru til stefnu þá get ég ekki beðið og það hjálpar helling þetta veður sem að er búið að vera hérna á klakanum!!!!

Biggi er nú loksins kominn á bloggið og er hægt að smella sér á hana hér til hliðar...

Lag dagsins er íslenskt að þessu sinni og er með meistara Einari Ágústi af nýju plötunni og heitir " Hvað er að lokum" 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband