Smá pæling....

Ég var að velta því fyrir mér í vinnunni í dag þegar að ég var að keyra og fylgdist með einni manneskju á ljósunum á kringlumýrarbraut þar sem að hún var að syngja af mikilli innlifun og trommandi í takt... Ég vinn nú sem ökuþór og fylgist pínu með fólki þegar að ég er ekki að fylgjast með umferðinni og mér finnst þetta alltaf jafnfyndið en fór svo að pæla ég geri þetta líka stundum sjálfuren ekki af svona mikilli innlifun en það sem að ég er að pæla með þessari færslu minni er hvort að einhver annar af þeim sem að skoða síðuna geri þetta líka endilega látið heyra í ykkur!!!

Af öðru þá er ég orðinn sjúkur í Heros þættina og ef einhver á fyrstu seríu til þá má viðkomandi endilega lána mér hana því ég höndla það nokkurn veginn ekki að bíða í viku eftir næsta þætti...

Það styttist í Köben ferð okkar frænda og er ég nokkurn veginn búinn að lofa sjálfum mér því að koma ekki heim með gítar úr þessari ferð en það er náttúrulega aldrei að vita hvað gerist, 20 dagar eru í ferðina og því munum við vera úti þegar að Man Utd spila á móti Chelski í FA bikarnum og þegar að Utd mætir annað hvort Liverpool eða Chelski í úrslitum Meistaradeildarinnar og hef ég ákveðið það að vera á einhverjum pöbb útí horni að líta einstöku sinnum á sjónvarpið en það er ekki af því að ég þoli ekki fótbolta ég verð bara svo helvíti stressaður þegar það er svona mikið undir en einu skal ég lofa að eftir hvern bikar sem að mínir menn munu lyfta mun ég verða hauslaus í tilefni að því.

Lag dagsins er Ruby með Kaiser Chiefs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband