Kosningar og ammæli og ég veit ekki hvað.....

Já það verður glatt á hjalla hér á bæ í dag en fólk er á fullu að skreyta kökur og baka kökur í tilefni þess að Júlía systir mín varð 30 í dag eða í nótt... ég er ekki alveg með það á hreinu á hvaða tíma sólarhrings hún fæddist en jæja þannig að það verður gestagangur hérna í dag.

Ingvar Valgeirs hefur tekið áskorun minni og mun keppni fara fram fyrsta fimmtudag eftir að ég kem heim eða 31 maí og verður hún haldin á Dubliners og á ég von á því að þetta verði hörku keppni!!!!

En út er ég að fara út til Köben eftir 2 daga og er tilhlökkunin mikil og eins og ég sagði í fyrri færslu þá mun ég blogga úti og henda inn myndum til að sýna afraksturinn (þá líklega hvursu marga bjóra er búið að drekka hverju sinni)

Einnig er gott að nýta tækifærið og óska pabba hans Bigga til hamingju með afmælið en hann varð 31 í gær eða svo segir hann og ég er ekki frá því að 11 Maí sé besti afmælisdagur í heimi sökum þess að þá fær maður orlofið sitt Grin 

Svo eru náttúrulega kosningar í dag og er ég að fara að leggja leið mín á kjörstað von bráðar og setja X við F en það var umræða um daginn um hvernig kosningarnar eigi að fara fram og það að þær eigi að vera leyndó en nú fer ég að pæla ætli ætkvæði mitt verði þá ógilt fyrst að ég er að gefa upp það sem að ég mun kjósa... Maður spyr sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Stuð!

Ingvar Valgeirsson, 12.5.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Sko það er ætíð stuð á mér og vona ég að stjórnin falli!!!!!!!!

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 13.5.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband