Hneyksli... er það Síminn???

Nú er búin að vera mikil umræða um þessa bráðskemmtilegu auglýsingu sem að húmoristinn Jón Gnarr gerði fyrir Símann og vill ég nú koma með smá athugarsemd um þetta mál allt.. En þannig er mál með vexti að Superstar kvikmyndin sem og söngleikurinn hefur verið í sýningu um allann heim fólki til skemmtunar og ekkert annað þannig að ég skil ekki hvað fólk er að væla um þessa auglýsingu... Ég er nú trúaður maður en ég hef gaman af Jesus Christ Superstar og einstaklega gaman af þessari auglýsingu en ég var að horfa á viðtalið við Jón Gnarr og Halldór Reynisson sem að var í Kastljósinu í gærkveldi og þar segir Halldór að það sem að stuðaði hann svona við þessa auglýsingu er að það sé ekki smart að nota Jesú og Píslarsöguna sem söluefni en þá kom Jón með góðan punkt en Biskupstofa er einnig að selja Jesús í Kirkjubúðinni sem að er stödd á Laugarveginum þó svo að sé ekki verið að auglýsa þá búð dagsdaglega þá eru þeir samt sem áður að selja hluti sem að tengjast Jesú meira en síminn mun nokkurn tímann gera... En verður líka gaman að sjá hvað Biskupstofa segir þegar að Jenni úr Brain Police Krummi úr Mínus og fleiri rokkarar munu túlka þessa ótrúlegu sögu seinna í vetur......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband