8.10.2007 | 23:37
Hvað er að gerast hérna á klakanum???
Ég var nú rétt áðan að skoða blogg færlsu hjá ungri dömu sem að hefur ekki fallega sögu að segja úr miðbæ Reykjavíkur en þið getið söguna http://edalkvendi.bloggar.is/blogg/272754/ sjálf en það sem að ég skil ekki er að það var vitað mál að glæpum myndi fjölga ef að landið yrði opnað svona eins og það hefur verið gert...
Ég vill taka það strax fram að ég er ekki á móti innflytjendum heldur er ég á móti því að landið hafi verið opnað svona kjánalega. Tölur frá hinum Norðurlöndunum sína það að glæpum fjölgi þegar að innflytjendur fóru að streyma þangað eins og þeir fengu borgað fyrir það en eins og staðan er í dag þá er rosalega erfitt eða einfaldlega ekki hægt að loka á þetta að mér skilst (vinsamlega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) en það er eitthvað sem að sumir þingmenn vilja láta gera hérna heima...
Ég er ekki sammála því en hins vegar væri ég til í að sjá hömlur á þessu fólk skal sýna sakavottorð við innkomu í landið þegar að það er að koma til vinnu hérna og ef að sá einstaklingur hefur brotið af sér áður í heimalandi sínu þ.e.a.s fengið dóm fyrir þjófnað, nauðgun eða eitthvað verra þá skal honum neitað inngöngu í landið við þurfum ekki á þessu fólki að halda.. En ef að einstaklingurinn er með hreina sakaskrá þá skal að sjálfsögðu heimila henni inngöngu. Hins vegar ef að einhver innflytjandi brýtur verulega af sér hérna heima þá skal dæma í því máli og skal sá hinn sami borga það sem að þarf að borga og svo skal honum/henni vera umsvifalaust vísað úr landi. Ég veit að það kann að vera helvíti hart en ég er bara einfaldlega ekki til í það að vera að borga fyrir einhvern útlending sem að var að brjóta af sér meðan að aðrir Íslendingar sem að bíða þess að sitja af sér þann dóm sem að þeir skulu sitja af sér bíða og bíða stundum í ár og eru búnir að snúa blaðinu við en þá kemur kallið um að fara inn...
Ég hreinlega skil ekki stjórnmálamenn þegar að þeir taka ekki alla hluti með í jöfnuna en ég veit það hins vegar líka að það þýðir ekki að vera að loka landinu algjörlega því að ef að það gerist þá mun allt líklega fara til fjandans og ekki verður hægt að redda fólki í vinnu sem að íslendingar eru ekki lengur til í að vinna.....
Verið alveg ófeimin við að segja ykkar skoðun á þessu og ég skal lofa því að það mun ekki líða jafnlangt á milli bloggfærslna....
Athugasemdir
Þetta er hroðaleg reynsla sem grey stelpan hefur lennt í :o og er enganvegin sátt við dyravörsluna sem hún segir frá Hræðinlegt!!! en jáw ég er alveg sammála fólk sem hefur brotið af sér útí löndum lítur ekkert á ísland sem neinn heilagann stað :/ og gerir slíkt hið sama hér og jafnvel verr því við íslendingarnir erum svo blind á allt svona og trúum ennþá að allir séu góðir inn við beinið :/
Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 00:41
Jú, það væri voða gott ef hægt væri að krefja fólk um sakavottorð við komuna, en Schengen-kjaftæðið kemur í veg fyrir að við getum það. Þannig að þetta er nú ekki allt núverandi stjórnvöldum að kenna. Hinsvegar væri góð byrjun að herða vel á refsingum þannig að erlendir glæpónar gætu byrjað á að fara í grjótið í nokkur ár og láta svo henda þeim úr landi.
Ingvar Valgeirsson, 9.10.2007 kl. 11:29
Ég get ekki verið sammála þér Ingvar um að það ætti að herða það mikið á refsingum bara fyrir útlendinga, frekar væri ég til að sjá þetta svona eins og ég setti þetta upp eða að þeir borgi þær bætur sem að þarf að borga og svo henda sér úr landi og þar með verði þeir komnir á svartann lista hjá ríkinu sem myndi reyndar eflaust týnast á endanum....
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 9.10.2007 kl. 15:59
Heyr heyr Svenni gæti ekki verið meira sammál þér í þessu þarf að gera eitthvað í þessu og það strax þetta er orðin plága....
kveðja Kobbi.........
Kobbi Trukkakall....., 10.10.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.