17.5.2007 | 21:49
Fimmtudagur i Køben...
Thetta er nu buid ad vera all skemmtilegir nokkrir dagar herna uti og en Thridjudagurinn for i thad ad rolta og leita af thessari fjandans hafmeyju og fannst hun svo eftir thonokkud brolt oll utotud i raudri malningu sem ad var ekki fallegt... En svo var akvedid ad finna Hollina sem ad Danadrotting byr i og eftir enntha meira labb tha fundum vid hana og thetta er ekkert thad merkilegt hus svona thannig sed.
Eftir thetta labb voru menn ordnir svangir og forum vid a einhvern pizzastad a Strikinu og forum vid saddir og sælir thadan eftir ad hafa etid yfir okkur af einhverju hladbordi. Thadan var farid a ølsofu sem ad heitir Moose og er sa pobb einn sa threngsti sem ad eg hef komid i, svo thongur ad thad var ekki hægt ad skipta um skodun!!!!!!! Eftir einn øl thar var farid ad radum Inga Vals og kikt a Streckers sem ad er fjandi finn stadur en trubbarnir thar voru their allra verstu en utsetningarnar a logunum voru af annari planetu eftir thad var haldid heim a leid.
Midvikudag var vaknad um kl 12 og fer okkar la yfir i Svialand th.e.a.s. Målmø og thar misst Bjarki sig i innkaupaædi a medan eg og Biggi verlsudum skyrtu og ilmvatn (og reyndu svo ad finna ut hver keypti hvad) og svo alveg fullt af framandi munntobaki eftir thetta var Bjarki ordinn farveikur thannig ad vid akvadum ad borda a O'Learys a lestarstodinni og halda heim.
I dag forum eg Biggi og Hulda frænka theirra brædra i Bonbonland og er thad skemmtigardur i svona eins og halfstima fjarlægd fra Køben og thar var hrædd ur mer liftoran og eg veit ekki hvad og hvad. Bjarki komst tvi midur ekki med okkur sokum veikinda en heimtadi ad vid færum ur tvi ad thetta var planad!!!!!!
Mikid meira er ekki vid thetta ad bæta en sokum thess ad talvan hans Bigga vill ekki nettengjast herna tha er skriftin svona med donsku formi og engar myndir komnar reynum ad bæta ur thvi næstu daga.
Thetta allt saman kann ekki godri lukku ad styra en vid reynum ad lata thad gerast, thangad til næst SKÅL!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 22:11
Jæja gott folk!!!!!!
Her sit eg i Vallensbæk rett hja Køben og drekk bjor eins og fai borgad fyrir thad.... Lentum i morgun kl 12:30 og var strax haldid hingad med toskurnar og svo beint aftur til Køben og tha var farid i Tivoli og thar var skemmt ser konunglega til sirka 18:30 og farid ad leita af stad til ad borda a... fyrir valinu var Italskur veitingastadur i Nyhavn og var allt thar til soma. Thadan var haldid aftur i Tivoli og er eg ny kominn thadan og klukkan rett ad detta i 12 semsagt 10 heima.
Hefdi tekid myndir en hofdum engan kubb sokum thess ad Biggi gleymdi myndavelinni en vid munum vonandi bæta ur tvi a morgun!
med kvedju fra Køben
Svenni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 12:25
Kosningar og ammæli og ég veit ekki hvað.....
Já það verður glatt á hjalla hér á bæ í dag en fólk er á fullu að skreyta kökur og baka kökur í tilefni þess að Júlía systir mín varð 30 í dag eða í nótt... ég er ekki alveg með það á hreinu á hvaða tíma sólarhrings hún fæddist en jæja þannig að það verður gestagangur hérna í dag.
Ingvar Valgeirs hefur tekið áskorun minni og mun keppni fara fram fyrsta fimmtudag eftir að ég kem heim eða 31 maí og verður hún haldin á Dubliners og á ég von á því að þetta verði hörku keppni!!!!
En út er ég að fara út til Köben eftir 2 daga og er tilhlökkunin mikil og eins og ég sagði í fyrri færslu þá mun ég blogga úti og henda inn myndum til að sýna afraksturinn (þá líklega hvursu marga bjóra er búið að drekka hverju sinni)
Einnig er gott að nýta tækifærið og óska pabba hans Bigga til hamingju með afmælið en hann varð 31 í gær eða svo segir hann og ég er ekki frá því að 11 Maí sé besti afmælisdagur í heimi sökum þess að þá fær maður orlofið sitt
Svo eru náttúrulega kosningar í dag og er ég að fara að leggja leið mín á kjörstað von bráðar og setja X við F en það var umræða um daginn um hvernig kosningarnar eigi að fara fram og það að þær eigi að vera leyndó en nú fer ég að pæla ætli ætkvæði mitt verði þá ógilt fyrst að ég er að gefa upp það sem að ég mun kjósa... Maður spyr sig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 23:32
Og klöppum fyrir manninum...
Sem að commentar á allar mínar færslur og er engin annar en Ingvar Valgeirs!!!!!!!!!
Ég hef nú ekki verið mikið í blogg heiminum núna undanfarið en á því mun verða breyting en strákurinn er að fara til Kóngsins Köben að sletta úr klaufunum með Bigga og Bjarka (sem að eru frændur mínir)og mun ég reyna að koma með ferðasögur hingað á bloggið á þessu tveggja vikna ferðalagi mínu um Kaupmannahöfn.... Lagt verður af stað klukkan 04:20 frá Krummahólum 8 aðfararnótt mánudagsins næsta og komið vonandi uppá Leifstöð klukkan 05:00 stundvíslega! Þeir sem að vilja koma og óska okkur frændunum góðrar ferðar er meira en velkomið að gera það því kveðjustundin verður klukkan 04:15 í Krummahólum og vonast ég til að sjá alla þar!!!!!!
Ég er einnig í skýjunum þessa dagana og nei það er ekki útaf því að ég er kominn með konu (sem að ég er ekki) heldu vegna þess að mitt lið í Ensku Úrvalsdeildinni Manchester United eru Englandsmeistara árið 2007!!!! Og ríkir mikil gleði í herbúðum mínum þessa dagana sökum þessa og mun vera skálað til heiðurs Meistaranna á Bessanum frá klukkan 15 og uppúr og sungið og trallað allan leikinn veit eigi hvort að mínir menn í Man Utd munu frétta af þessu en ef að þeir sjá sér fært að senda fulltrúa til okkar og þakka stuðningin þá mun honum vera tekið vel á móti og boðið í bjór!!!!
En svo eru náttúrulega kosningar á næsta leyti og Ingvar sem að er ötull stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að ausa áróði þeirra á bloggi sínu sem að þú sérð hérna til hliðar en ég mæli ekki með því að þið kjósið þann flokk frekar að skila auðu eða kjósa Frjálslinda!!!!!!
Og Ingvar þetta er til þín... Þegar að ég kem aftur á klakann kalda þá munum við taka einn leik í Popppunktsspilinu og líttu á þetta sem áskorunn!!!!
Læt heyra vel í mér þegar að komið verður til Köben en ég vill afsaka það fyrir fram ef að skriftin verður skrítin þá er það sökum ölvunnar!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2007 | 22:11
Jæja gott fólk!!!!!!!!
Í kvöld mun ég fjölmenna ásamt Birgi frænds mínum á Cafe Viktor til að hlýða á Pétur Örn, Einar Þór og Matta Matt og ef þú vilt kíkja þá skaltu bara skyggnast eftir tveimur kjánum sem að verða vonandi of FULLIR og að reyna að syngja með en það eru ekki við!!!!
Af öðru þá er Gústi félagi að fara að eignast krakka og óska ég honum og konu hans til hamingju með það en ég heyrði í honum fyrr í kveld en konan hans á víst að eiga núna og var Gústi orðinn frekar pirraður á biðinni sem ég skil ekki alveg ég myndi vilja hafa þetta eins lengi og hægt er til að reyna að vinna inn svefn!!!
Er að pæla í að fara að drífa mig í bæinn og vona ég að ég sjái ÞIG á Cafe Viktor (ég mun rukka 3000 kallinn fyrir þetta promo)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 01:07
Smá pæling....
Ég var að velta því fyrir mér í vinnunni í dag þegar að ég var að keyra og fylgdist með einni manneskju á ljósunum á kringlumýrarbraut þar sem að hún var að syngja af mikilli innlifun og trommandi í takt... Ég vinn nú sem ökuþór og fylgist pínu með fólki þegar að ég er ekki að fylgjast með umferðinni og mér finnst þetta alltaf jafnfyndið en fór svo að pæla ég geri þetta líka stundum sjálfuren ekki af svona mikilli innlifun en það sem að ég er að pæla með þessari færslu minni er hvort að einhver annar af þeim sem að skoða síðuna geri þetta líka endilega látið heyra í ykkur!!!
Af öðru þá er ég orðinn sjúkur í Heros þættina og ef einhver á fyrstu seríu til þá má viðkomandi endilega lána mér hana því ég höndla það nokkurn veginn ekki að bíða í viku eftir næsta þætti...
Það styttist í Köben ferð okkar frænda og er ég nokkurn veginn búinn að lofa sjálfum mér því að koma ekki heim með gítar úr þessari ferð en það er náttúrulega aldrei að vita hvað gerist, 20 dagar eru í ferðina og því munum við vera úti þegar að Man Utd spila á móti Chelski í FA bikarnum og þegar að Utd mætir annað hvort Liverpool eða Chelski í úrslitum Meistaradeildarinnar og hef ég ákveðið það að vera á einhverjum pöbb útí horni að líta einstöku sinnum á sjónvarpið en það er ekki af því að ég þoli ekki fótbolta ég verð bara svo helvíti stressaður þegar það er svona mikið undir en einu skal ég lofa að eftir hvern bikar sem að mínir menn munu lyfta mun ég verða hauslaus í tilefni að því.
Lag dagsins er Ruby með Kaiser Chiefs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 19:11
Þetta er náttúrulega hrikalega slæmt...
Og þá er ég ekki að tala um það að hann sé veikur heldur það hve lítið er að gerast í fréttum fína og fræga fólksins.... Ég hreinlega skil ekki hvað er að gerast með fréttaflutning nú til dags svona eins og kaldhæðnin hjá Britney Spears sem að birtist á mbl.is fyrr í dag hafa dagblöð virkilega svona margar síður sem að eru auðar svona rétt áður en blaðið er prentað???? Og svo þetta með gríðarlegu stemmningu og gargandi ánægja og ég veit ekki hvað og hvað á þessum blessuðu landsfundum hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni ég get ekki ímyndað mér að það hafi verið gaman að hlusta á eitthvað fólk vera með ræðuhöld í 30 mín eða lengur ég væri löngu sofnaður og byrjaður að hrjóta í takt við lófatök sem að væru eftir annað hvert orð hjá formönnum þetta er svo mikill kjána skapur að mínu mati það það hálfa væri meira enn hellingur!!!
En af öðru ég hef hafið vinnu aftur eftir að hafa legið í veikindum í 4 daga og var eiginlega búinn að fá ógeð á húsinu og hlakkaði mikið til þess að komast til vinnu aftur... Svo áttaði ég mig á því að það er ekki mánuður þangað til að ég fer að skemmta mér konunglega í kóngsins Köbenhavn og er ég því farinn að hlakka svaðalega til!!!!
Ingvar félagi vildi endilega að ég færi að skrifa meira og það er ekki afþví að ég er svona góður penni heldur er svo margt skrítið sem að ég skrifa.. Eða mig minnir það þannig að þessi færsla er tileinkuð honum Ingvari Valgeirs.
Ísbjörninn Knútur veikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 22:37
Hvað er að gerast með fólk nú til dags????
Þetta segir allt sem segja þarf og þeir segja reyndar aðeins meira frá þessu á vísi.is en það var ekki tekið fram að FJÖLMÖRG vitni voru að þessari árás, einnig var ein stelpa með þessum 3 strákum sem að réðst á stelpuna og fyllist ég bara hreinum viðbjóði við að lesa þetta einnig var ráðist á mann í hjólastól á sunnudaginn hann sleginn og síminn tekinn af honum þess skal einnig tekið fram að hann er spasdískur og hreyfihamlaður og því bundinn í rafmagnshjóla stól....
Hvað þarf að gerast hérna á klakanum til þess að löggæsla verði stórefld?? Þurfa nokkrir menn að vera skotnir niðrí miðbæ á virkum degi eða skotárás í skóla?? Þetta hreinlega gengur ekki lengur og nú þarf ríkið að fara að gera eitthvað í sínum málum!!!! Áður en að maður veit af þá er fólk farið að ganga um bæinn með hnífa og byssur til að... nei fyrirgefðu það er nú þegar farið að gerast ég sá það í Kastljósi um daginn þar sem að sérsveit lögreglunnar var að fara í húsleit og ástæða þess að svona mikill viðbúnaður var er sú að maðurinn sem að var í húsinu var handtekinn fyrir stuttu með byssu í buxnastrengnum og heimatilbúna sprengju í bílnum!!!
Ég held hreinlega að það sé öruggara að búa á Jan Mayen heldur en á Íslandi þrátt fyrir að það komi ísbirnir þangað reglulega!!
En um páskahelgina verð ég á stöðuguferðalagi og byrjar það um hádegi á morgun en þá verður haldið á Ísafjörð en þangað hef ég aldrei komið og hlakka mikið til.. á fös verður svo haldið á Grundarfjörð en þangað hef ég komið en man lítið eftir þeirri heimsókn sökum ölvunnar, laugardag verður farið á Skagaströnd og svo á sunnudag á/í Grenivík (og ég hef ekki hugmynd um hvar í fjandanum það er) en þangað til næst óska ég ykkur gleðilega páska og hafið það gott um hátíðina.
Ráðist á unglingspilt í strætóskýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 04:28
Svartur dagur...
Að mínu mati er þetta mjög svo svartur dagur fyrir Hafnfirðinga því að þetta hefur ekki bara áhrif á álverið heldur MÖRG önnur fyrirtæki í HFJ sem að fara líklega á hausinn og þetta gæti orðið til þess að Hafnarfjörður verði draugabær...
Og jújú álverið lokar kannski eftir 7-10 ár en skoðum þá hvernig atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu verður þá þegar að álverinu lokar.... þetta var slæm ákvörðun að mínu mati og gerir ekkert gott fyrir atvinnumál í landinu!!!!!!
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 23:11
Þegar að menn eiga peninga....
Grínisti eyðilagði fágætan Ferrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)