Tattoo ráðstefna í Reykjavík

Smellti mér í dag niðrá Grand Rokk og það kom mér á óvart hvað væri mikið af fólki á svæðinu að horfa á menn fá sér og gera tattoo... og það besta af öllu var það að það var mikið af fjölskyldufólki með börnin með sér á svæðinu og vill Siggi frændi sem, ég held hafi fengið sér stærsta tattooið á ráðstefnunni eða allt bakið, meina að það hafi verið í forvarnaskyni. Mikið af flottum flúrum en rosalega heitt, á morgun er svo síðast dagurinn og þá munu verðlaun vera veitt fyrir hina ýmsu hluti.

Ísland tapaði á móti Svíum kom ekki mikið á óvart en núna fyrr í kveld þá hins vegar tapaði Ísland naumlega fyrir Serbíu í handknattleik 30-29 sem að teljast fín úrslit fyir leikinn sem að verður háður hérna á klakanum 17 júní næstkomandi en það er einmitt þjóðhátiðardagur okkar Íslendinga og halda margir að þetta verði eins og í fyrra á móti Svíum þannig þá er sigur skylda.

Sýn ákvað að ráða einn versta fótboltalýsanda allra tíma til sín um daginn og svikara, hann Gumma Ben en ástæðan afhverju ég kalla hann svikara er sú að maðurinn sem að VAR Kr-ingur sveik lit og fór til Vals sem að telst ekki vera gott miðað við allan þann stuðning sem að hann fékk hjá KR þegar að hann meiddist!!!

Í kveld verður farið á skrall og mun ég kíkja á Djöfliners þar sem að hið eiturhressa band Swiss mun leika fyrir dansi með Ingvar Valgeirsson Popppunkts einráð í fararbroddi og svo mun ég kíkja á gamla vinnustaðinn í Tryggvagötunni eða Andskotans en þar munu Rúnar og Ingi Valur (úr Sixties) Bergur (Bassaleikari Buff) og Jónbi/Jómbi man aldreii hvernig það er skrifað (úr Brain Police) trylla lýðinn.... Ef ég hitti þig þá býð ég þér í bjór!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, ég hitti þig einmitt...

Ingvar Valgeirsson, 10.6.2007 kl. 14:10

2 identicon

Mörg þúsund frábær Tattoo sem þú getur skoðað og prentað út.

http://downloadsonline.org/s/1f267f

Þorvaldur Þórarinsson. (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband