20.8.2007 | 23:35
Tja.....
Hef ekki haft mikið að segja undanfarið en eftir menningarnóttina ógurlegu þá hef ég smá þörf fyrir því að röfla aðeins þó svo að fáir lesi.....
Þannig er mál með vexti að ég og Biggi vorum staddir á hinum æðislega stað Hlöllabátar einhvern tímann eftir miðnætti að fá okkur sveitta báta en þá verður einhverjum heitt í hamsi og fer að slást við einhverja manneskju og ég þessi góði borgari sá lögguna og ALLT hennar fylgdarlið eða u.þ.b. 15 manns að rölta við TM húsið og stekk af stað og bið þá vinsamlega að snúa við útaf því að það er eitthvað fólk að slást og það var greinilega erfitt þannig að ég kveð þá og rölti aftur til Bigga frænda er ég kem þangað þá sé ég það að löggumann er að snúa við þannig að ég mæti nú löggunni til að eiga við hana orð og þá urðu þessar samræður til.
Ég: Fyrirgefðu að ég skuli trufla þig í starfi þínu en má ég spyrja þig nokkura spurninga??
Þá reyndar ætlaði lögreglukonan að ýta mér í burtu en herramaðurinn sá að ég var að borða og reyna að halda uppi eðlilegum samræðum
L: já hvað get ég gert fyrir þig? segir löggan. Nú ég kom á eftir ykkur áðan til að benda ykkur á það að það væru slagsmál fyrir utan Hlölla en þá segir einn að gæslumönnum þínum að ég eigi ekki að skipta mér af því en hvers vegna er mér sagt að gera það? Löggi svarar að bragði ja voru mikil slagsmál eru þau ennþá í gangi? Ég lít við og sé það að það er allt orðið rólegt en spyr á móti hvers vegna var ekki lagt strax af stað? Og þá kemur fyndi parturinn og löggi orðinn pirraður og segir hvað viltu að við gerum hlaupum á staðinn??? Að sjálfsögðu svara ég en þá kemur í ljós að ef að löggan kemur hlaupandi þá mun fullt af fólki elta þá... Hvers vegna í ANDSKOTANUM eru þeir á á röltinu niðrí bæ að nóttu til?? Til að láta vita að þeir séu í vinnunni??? Ég vill að lögreglan vinni sína vinnu alveg sama hvort að þeir þurfi að hlaupa eða keyra ef að slagsmál eða eitthvað verra á sér stað og þeir eru í nágrenninun þá eiga þeir að koma en þessi lögregluþjónn var ekki sammála mér í þessu.. En þetta er ekki búið þeir rölta aftur í burtu og þá byrja lætin aftur fyrir utan Hlölla og Biggi reynir að stoppa löggubíl en þeir vilja ekki stoppa fyrr en að Biggi reynir að brjóta rúðuna á bílnum þá átta þeir sig á því að það er eitthvað að gerast sem að á ekki að gerast eftir það allt róast þá spyr ég bílstjórann hvert ég eigi að snúa mér til að kvarta og bílstjórinn sem að var á svipuðum aldri og ég spyr mig yfir hverju ég ætli að kvarta hmmmm ég fékk vont kókaín yfir hverju helduru þjónustu og störfum lögreglunnar og þá kom aftur afhverju ætlaru að gera það ??? Er allt að fara til fjandans og svo vill Hr. Lögreglustjóri Stefán Eiríksson stytta opnunartímann í bænum útaf slagsmálum það skiptir engu máli hvað það er opið lengi í bænum það verða alltaf slagsmál það sem að ég vill að gerist er að þeir verði sýninlegri í bænum fá þá á röltið og vinni vinnuna sína eins og á að gera það!!!!!!!!!
Styttum opnunartímana og færum slagsmálin í heimahúsin! Ég er meira en til í það þá loksins fær lögreglan loksins eitthvað að gera...
Athugasemdir
alveg merkilegt hvað lögreglan á íslandi er endalaust að væla um að henni sé ekki sýnd næg virðing:) en hvernin geturu virt einhvern sem hlustar ekki á þig :) og fullnægir ekki þeim kröfum sem fólkið í landinu gerir til hennar :) eins og ef að lögreglan stígur ekki inní slagsmál hver á þá að gera það?
Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 22.8.2007 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.