Já ég er víst á lífi...

Ákvað að blogga örlítið núna en ástæðan afhverju ég get það er sú að ég er kominn í smá frí og sef því út á morgun...

En í kvöld gerði ég tvö frábæra hluti, fór á tónleika með Dúndurfréttum og Sinfó sem að voru að flytja tónverkið The WALL og þvílíka gæsahúðin sem að fór um mann þegar að þeir byrjuðu og svo var barnakór og alles en þetta myndu líklega flokkast undir þá ALLRA BESTU TÓNLEIKA sem að ég hef á ævi minni séð og vildi ég óska þess að ég kæmist á tónleikana sem að eru á morgun en það er því miður bara uppselt...Crying og svo er ég líka að fara að gera skemmtilegan hlut á morgun en ég er að fara á golfmót.....

En svo hinn frábæri hluturinn sem að ég gerði var að fara eftir tónleikana á myndina Die Hard 4.0 og fór ég nú ekki með miklar væntingar á þessa mynd en þetta var hörkufín ræma og sé ég ekkert eftir því að hafa smellt mér á hana það er ennþá mikið af þessum gamla John Machlean húmor og mikið hægt að hlæja það er að segja ef að þú fílaðir fyrri myndirnar...

Á laugardaginn verður svo slett úr klaufunum með frændum mínum og frænkum og verða líklega nokkrir lítrar af bjór drukknir og fullt af Jack í kók og mikil þynnka daginn eftir reikna ég með....

Lag dagsins er tónverkið The Wall complett og setningu dagsins á Einar gítarleikari en hún er Gilligan klifurmús..... samt svona had to be there húmor....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband