Frábær sigur en Rúv-ara ekki að gera gott mót...

Enn og aftur sýna Rúv menn þjóðaríþróttinn fingurinn með því að sýna ekki nema seinni hálfleik í leik Íslands og Tékklands sem að verður að teljast ótrúlegt sökum þess að það er fullt af fólki á landsbyggðinni sem að ekki komst á leikinn og gat því ekki séð nema seinni hálfleik persónulega vildi ég að allur leikurinn yrði sýndur svo að allir gætu séð landsliðið okkar leggja Tékka í kveld og var leikurinn (það er að segja seinni hálfleikur því að ég komst ekki á leikinn sjálfann) stórgóð skemmtun og tel ég að Sýnar menn ættu að taka við eldspýtunni frá Rúv og byggja upp kyndilinn aftur því að eins og oft hefur verið sagt þegar að kemur að íþróttum sem að Rúv hefur rétt á sýna þá gefa þeir skít í sportið.

Þó að þetta hafi verið vináttuleikur þá er til fólk sem að hefur meiri áhuga á að horfa á handbolta frekar en Kastljós sem að var reyndar slappur þáttur í kvöld!

Ég legg til að fólk sniðgangi Rúv á meðan á EM stendur og kaupi sér frekar áskrift á skít og kanil eða 2700 kr á þessum vef hérna http://www.ehf-euro.com/mens-euro-2008/features/video-service.html en þarna geturu séð alla leikina á EM en svo er um að gera að standa með okkar mönnum í Blíðu og Stríðu  og kíkja inná þann vef í leiðinni http://www.ibliduogstridu.is/  Áfram Ísland!!!!!!!!!


mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki í lagi. Léleg þjónusta???

Ég held að nógu margir hafi pirrað sig á að fréttir og annað færist til þegar þessir æfingaleikir eru, hvað þá þegar að mótið sjálft byrjar. Rúv á allan heiður skilinn fyrir flotta umgjörð og persónulega finnst mér að sýn séu til dæmis ekki að skila enska boltanum vel frá sér, hvað þá ef þeir fengju hina einu sönnu þjóðaríþrótt. 

FDM (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband